Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
Bakkastofa
Dagskrár Bakkastofu allan ársins hring
Valgeir leikur og syngur
Ásta segir sögur
Gestir njóta
Undanfarin 10 ár hefur Bakkastofa tekið á móti gestum úr ólíkum áttum og mótað dagskrár og aðlagað að óskum hvers og eins í því markmiði að gleðja og kæta.
Eyrarbakki þykir eitt af fegurstu þorpum landsins með aldagömlum húsum við hafið og náttúrufegurð allt um kring. Saga Eyrarbakka nær langt aftur um aldir og hér voru lögð lóð á vogaskálar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Litið er á Eyrarbakka sem „Mekka“ tónlistar Suðurlandi og hér var brotið blað í sögu menntunar svo fátt eitt sé nefnt.
Bakkastofa er þriggja hæða steinhús og staðsett í miðju þorpinu en jarðhæð þess þjónaði fyrrum Kaupfélagi Árnesinga og miðhæð með útsýni til allra átta var
„lúxusíbúð“ kaupfélgshjónann. Dagskrár Bakkastofu fara nú fram á þessum tveimur hæðum en við Bakkastofuhjón, Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún rithöfundur og sögukona, eigum okkar heimili í sjálfri Bakkastofu.
Bakkastofa starfar með ýmsum aðilum bæði í þorpinu og í námunda við það. Þar ber helst að nefna veitingahúsið Rauða húsið, Eyrarbakkakirkju, fyrir tónlistarflutning og þegar gestir eru mannmargir töltum við þangað, sem og Húsið; Byggðasafn Árnesinga.
Tímasetningar dagskrár eru breytilegar að deginum til en oftast er miðað við 2-3 klst, þó stundum eru óskir um styttri dagskrár þar sem tónlist Valgeirs er þungamiðjan.
Þá fer það eftir fjölda gesta hvort tónleikarnir eru haldnir í Bakkstofu, Tónstofu Valgeirs á jarðhæðinni eða í hinni einstöku og hljómfögru Eyrarbakkakirkju.
Kjörið fyrir upplyftingarferðir um allan ársins hring: vorferðir, sumarferðir, haustferðir og aðventu- og nýársferðir.
Bókanir og frekari upplýsingar veitir Ásta Kristrún í símum: 561-2429, 821-2426, 821-2428
og gegnum netfangið: bakkastofa@gmail.com