top of page

Tónlist, saga og náttúra

Menningar- og fræðsludagskrár fyrir leik- og grunnskóla um samspil náttúru og tónlistar.

 

A: Vettvangsferð til Eyrarbakka

B: Heimsókn í skóla

 

Markmið: Að nýta tónlist og kvæði til að  til að viðhalda vitund og innsýn í uppruna lands og þjóðar.

 

Efniviðurinn: Tónlist Valgeirs Guðjónssonar af geisldisknum „Fuglakantata“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum sem unnin var í samtarfi við Hjallastefnuna.

 

Textarnir fjalla allir um íslenska fugla, lóuna, spóann, músarrindilinn, maríuerluna og stelkinn ofl. auk lags um hagamúsina.

 

Valgeir ræðir um líf þessara fugla og háttarlag  fyrir og á meðan á söng stendur og varpar myndum af þeim jafnt í hugskot sem á vegg.

Lagt er upp úr því að virkja nemendur til þátttöku í söngnum og skýra og túlka orð og texta sem kunna að vera ungu fólki framandi.

 

Í kvæðum Jóhannesar er náttúran ávallt nálæg og þau eru jafnframt sterkur miðill um lífið í landinu áður en nútíminn brast á af fullum þunga.

Leitast er við að spóla örlítið tilbaka í tíma en jafnframt draga athygli hlustendanna að frumhljóðum náttúrunnar til eflingar hljóð- og tónvitundar.

 

Til umhugsunar:Tónlist er mikilvægur þáttur í þroskaferli einstaklinga. Hljóðheimur nútímans verður sífellt margbrotnari og framboð á tónlist og ýmiskonar áhrifahljóðum er nánast ótakmarkað.Ofgnóttin getur haft slævandi og firrandi áhrif og komið niður á jákvæða virkjun skilningarvitsins hlustun.

 

A Umgjörðin er Eyrarbakki, þar sem tónlistin í vindinum, hafinu og söngur fugla er innan seilingar hvort sem er í þorpinu að Fuglafriðlandinu í Flóa. Litið er við í Byggðasafni Árnesinga sem hefur að geyma merka sögu tónlistar á Íslandi á 19.öld 

 

Tímalengd:  2 1/2 – 3 stundir

Verð:  Kr 1500 á hvern nemanda í bekkjardeild.

Heimsókn í „ Húsið“ Byggðarsafn Árnesinga innifalin í verði auk léttrar hressingar.

 

Fargjald: Ræðst af vegalengd. Meðalverð til og frá Eyrarbakka til Höfuðborgarsvæðisins kr 40 þús á hóp.

Skólum er að sjálfsögðu frjálst að nýta eigin samninga við rútufyrirtæki/ Strætó.

B: Heimsókn í skóla. Samið um fyrirkomulag og verð hverju sinni.

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page