top of page
Kveiktu á ljósi
Feðginin_2_4911.jpg

Kveiktu á ljósi er lag sem Valgeir samdi undir áhrifum bókar Ástu Kristrúnu konu sinnar „Það sem dvelur í þögninni“, sem kom út um síðustu jól .
 

„Þögnin“ kemur út að nýju um þessi jól sem höfundur les og Bakkastofubóndinn tekur upp í heimahljóðverinu.
 

"Kveiktu á ljósi" er bænaljóð sem minnir okkur á að tendra á birtunnni í brjóstum okkar og miðla henni áfram af náungakærleika.

Það er fátt sem jafnast á við jöfnuna „að gefa og þiggja“ sem er þekkt sem ljósgjafi lífs okkar. Hlustið og þið munið finna! 

Kveiktu á ljósi - Valgeir og Vigdís Vala
00:00 / 00:00

kveiktu á ljósi

 

kveiktu á ljósi hvar sem þú ert

kveikirðu á öðru er betur að gert

þó loginn sé veikur lýsir hann sterkt

og ekki gleyma öðru ljósi að morgni

 

 

kveiktu á ljósi hvert sem þú ferð

hvað svo sem byrðin er þung sem þú berð

láttu það lýsa á allt sem þú sérð

og ekki gleyma öðru ljósi að morgni

 

þó viljin sé veikur er vonin samt sterk

koma má mörgu og miklu í verk

það sem þú gerir er það sem þú ert

þín verður minnst fyrir það sem var gert

 

kveiktu á ljósi hvenær sem er

láttu það lýsa innra með þér

hvernig sem lánast og leikritið fer

og ekki gleyma öðru ljósi að morgni

bottom of page