Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
Bakkastofa
Ásta Thorgrimssen
Leyniþráður
Dagskráin okkar "Leyniþráður" varð til í kjölfar útgáfu bókar Ástu Kristrúnar „Það sem dvelur í þögninni“.
Leyniþráður er tilvísun í kvæði Matthíasar Jochumssonar
um gæðinginn Jarp, sem Tómas Hallgrímsson
læknir í Odda gaf skáldinu
"...milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður".
Menningar- og skemmtidagskrá þar sem fara saman stuttar og spennandi sögur af fólki frá öllum landshornum á fyrri tímum.
Leiðarstefið er að viðhalda og efla áhuga á arfleifð íslensku þjóðarinnar, með því að tengja saman nútíð og fortíð með liðstyrk sagna og tónlistar.
Verkefnið var styrkt af Uppbygginarsjóði Suðurlands
Tómas Hallgrímsson
Jón Sigurðsson og frú Ingibjörg
Matthías Jochumsson
Baldvin Einarsson
Jakobína Jónsdóttir Thomsen
Dagskráin varð til í bókakynningum þegar bókin „ Það sem dvelur í þögninni „ kom út fyrir jólin 2017. Veruleikinn í bókinni teygir sig í yfir 200 ár aftur í tímann og því tímabili gerðist svo ótalmargt sem fallið hefur í gleymskunnar dá og áhugavert er að minnast, skoða og ræða.
Fullveldisbarátta íslensku þjóðarinnar litaði líf fólksins í landinu, en sú barátta fléttast víða inn í atburðarás og örlög sögupersónanna í bókinni. Sjónum er beint að sjálfstæðisbaráttunni sem er rifjuð upp með beintengingu við þá sem stóðu í stafni, jafnt hér heima sem í Kaupmannahöfn.
Frásagnir Leyniþráðarins beinast að ríkulegu framlagi íslenskra kvenna í framgangi þjóðarinnar og ljósi varpað á þeirra hlutdeild.
Þau voru hörð lífskilyrðin sem Íslendingar bjuggu við á þeim tímum þegar sóst var eftir sjálfstæði. Í dag virðast þessir tímar vera svo löngu liðnir þótt aðeins séu um eitt hundrað ár frá því að meiri hluti þjóðarinnar bjó við sára fátækt, hungur og kulda.
Það er ekki síst að þakka samstöðunni og þeim mannkærleika sem sýndi sig við þessi erfiðu skilyrði að sá árangur náðist sem afkomendur núlifandi kynslóða búa að. Hollusta þeirra mörgu sem meira máttu sín við þá sem minna höfðu, efldi dug, visku og þor sem er sannarlega vert að þakka og minnast í dagskrá sem þessari.
Þá ber að nefna hin mögnuðu áhrif sem reynsla fyrri kynslóða hefur á þá sem á eftir koma. Samkvæmt nýjum rannsóknum í erfðavísindum varðveitast upplifanir og reynsla í eins konar genaminni og í Leyniþræðinum er velt vöngum og bækur bornar saman við reynslu og upplifun gesta.
Arfleifðin og meðvitundin um hana er brothætt stærð. Þegar lifandi frásagnir eru tengdar við tónlist sem fléttað er inn í jafnt og þétt, er stutt í kveikjuþráðinn hjá þeim sem heyra og taka þátt. Spurningar gesta vakna oftar en ekki strax á milli frásagna þegar þá þá þyrstir í svör við. Það er líka einkennandi fyrir dagskrána hvað margir gestanna lúra á viðbótar upplýsingum sem framkalla flæði og skemmtilega og lifandi stemningu.
Ásgrímur Jónsson, síðar listmálari, ber vatn í Húsið
Það er gaman að segja frá því að gestir Leyniþráðarins eru gjarnan fljótir að tengja vitneskju sína og jafnvel ættir við sögur Ástu Kristrúnar.
Skipst er á skoðunum og sögur taka að fljúga á milli fólks, gestum til mikilar skemmtunar og ánægju.
Grímur Thomsen
Guðmundur Thorgrimssen
Sylvía Thorgrimssen