top of page

Viðburðir

Brúðkaup er sú heilaga stund þegar tvær manneskjur játa hvor annarri ást sína og tryggð.Undirbúningur, aðstæður og hugmyndavinna brúðhjóna miðast við að glæða stundina rómantískum blæ í samræmi við viðhorf sín og og lífsstíl.

Flestir hafa á uppvaxtarárunum alið með sér mynd eða draum af brúðkaupi sínu
án þess að vita hver förunauturinn verður. Sumar upplifa hina rómantísku birtingarmynd með síðu slöri eftir löngu kirkjugólfi, aðrar sjá sig með villblómakrans á höfði úti í náttúrinni.

Tímarnir breytast og mennirnir með og á síðustu árum er margt ungt fólk og reyndar sumt eldra fólk líka farið að sjá náttúruna sem heillandi brúðkaupsumgjörð.

Hjónavígslur og rómantík á vegum Bakkastofu


Eyrarbakki er einstök umgjörð fyrir gleðistundir og vinafundi sem lifa áfram í hugskotinu.

Pistillinn að neðan geymir hugleiðingar Ástu Kristrúnar um þær ófáu giftingar sem hún hefur komið að og uppskorið ríkulegt þakklæti fyrir þátt sinn í að gera þær gleðiríkar og bjartar í minningunni. .

Eyrarbakki er þorp sem í raun er einskonar leiksvið frá gömlum tíma og í senn umlukið undrum náttúrunnar.Eftir að hafa skipulagt fjölmörg brúðkaup í gamla miðbænum í Reykjavík og rætt við fjölda verðandi brúðhjóna, fann ég sterkt fyrir þörf þeirra til að feta ótroðnar slóðir og fara aðrar leiðir en kynslóð foreldra og afa og ömmu.

Þegar við Valgeir stofnuðum menningar og viðburðarsetirð Bakkastofu á Eyrabakka nú á vormánuðum, sáum við í hendi okkar hversu þorpið og náttúran umhverfis býður upp á óteljandi möguleika varðandi stórar stundir:

Hjónavígla í fjöruborðinu, á grjótgörðum við hafið, útsýnispöllum við hafið, inní fylgsnum fuglafriðunarlandsins, inn í einhverju af söfnunum hér á Eyrarbakka, eða í hinni einstöku sögulegu timburkirkju þar sem veggirnir hvísla sögu, menningu og kærleika. 

Við hér í Bakkastofusetrinu höfum því í hyggju að kynna Eyrabakka sem paradís fyrir heilagar stundir brúðhjóna sem leita að öðruvísi og persónulegum aðstæðum.

Þjónusta vegna veitinga er hér öll innan seilingar og Bakkastofa getur séð um að skipuleggja þann þátt í takt við væntingar og veður hverju sinni.

Þá eigum við samstarf við eigendur yndislegra húsa í þorpinu sem eru kjörin fyrir brúðarnóttina og jafnvel dagana sem á eftir koma.

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@gmail.com / tel. 821 2428

bottom of page